Í þriðja þætti af Á flögri er hásumar. Við erum á Suðurlandi. Sólin skín. Með þrautseigju má ná árangri. Hvernig er unnt að rækta upp berangur svo hann verði blómahaf og gróðurvin? Við fáum svar við því. Kettir koma líka við sögu og óskaplega mjúk ull sem enn á erindi þrátt fyrir öll heimsins gerviefni. Við heimsækjum hugsjónafólk á Suðurlandi sem með eljusemi og örlítilli þrjósku hefur látið drauma rætast.
Þátturinn Á flögri er hugsaður sem notaleg samvera með Íslendingum sem sinna ólíkum störfum og áhugamálum. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum slæðast spurningar um allt annað en aðalstarfið með í spjallið.
Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.
Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Ljósmyndari fyrir kápu: Eva Lind.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland