Í þessum þætti hittum við mann sem hefur ferðast til fleiri landa en árin segja til um. Hann er orkubolti og sækir bókstaflega í að fara út fyrir þægindarammann. Stundum þarf að stökkva en ekki hrökkva þegar boð um ævintýraverkefni berast. Okkar viðmælandi er sterkur á því svelli. Hann hefur verið leiðangursstjóri á skemmtiferðaskipi, siglt slöngubátum á milli ísjaka á Grænlandi og verið fyrirlesari á Brasilíusiglingu og er þá fátt eitt talið.
Þátturinn Á flögri er hugsaður sem notaleg samvera með Íslendingum sem sinna ólíkum störfum og áhugamálum. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum slæðast spurningar um allt annað en aðalstarfið með í spjallið.
Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Ljósmyndari fyrir kápu: Eva Lind.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland