Systkinin Emil Hjörvar Petersen og Bryndís Freyja Petersen hittast á Skype og hefja aftur för inn í undraheim Harry Potter-bókanna. Bók tvö, um leyniklefann, opnast og við kynnumst Harry og félögum og lífinu í Hogwarts á nýjan leik og umsveipum okkur allri fordæðunni. Dursley-hjónin bóksaflega svelta veslings galdrastrákinn en Ron Weasley og bræður hans koma Harry til bjargar ‒ á fljúgandi bíl! Við kynnumst fjölskyldu Rons og svitnum þegar þeir félagar missa af lestinni til Hogwarts. Malfoy-feðgar hafa augljóslega óhreint mjöl í pokahorninu og nýi kennarinn við Hogwarts, hinn fjallmyndarlegi og dáði Gilderoy Lockhart, virðist ekki vera allur þar sem hann er séður. Skringilegur húsálfur hafði varað Harry við því að snúa aftur í skólann, en hvers vegna skildi það vera?
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland