Sumarið 1809 tók Jörundur hundakóngur völdin á Íslandi um skeið. Þá sporðreistist líf danskrar sýslumannsfrúar austur í Múlasýslum, Gyðu Thorlacius, en eiginmaður hennar varð andstæðingur Jörundar. Seinna skrifaði Gyða endurminningar sínar frá Íslandi. Þetta er fyrsta kastið af fimm þar sem lesið er úr þeim endurminningum og hér segir á bráðskemmtilegan hátt frá ferð hennar til Íslands og fyrstu kynnum hennar af Íslendingum. Gyða var prúð dönsk stúlka og henni kom óneitanlega margt mjög spánskt fyrir sjónir á Íslandi, hvort heldur groddalegir brúðkaupssiðir eða hin algjöra fyrirlitning Íslendinga á tilraunum hennar til að rækta grænmeti.
Skræður er heitið á nýju hlaðvarpi sem hinn fjölfróði útvarps- og fjölmiðlamaður Illugi Jökulsson sér um. Þar kynnir hann hlustendum Storytel efni gamalla íslenskra bóka af öllu tagi. Þar getur verið um að ræða ævisögur og endurminningar, sögurit og frásagnir af öllu tagi, þjóðsögur, skrímslasögur og hvaðeina milli himins og jarðar. Illugi kynnir efnið vandlega, segir frá bakgrunni frásagnanna, styttir og dregur saman ef þörf krefur og í tilfelli elstu bókanna lagar hann stundum textann að eyrum nútímafólks. En fyrst og fremst fá hinar gömlu skræður og fróðleikur þeirra að njóta sín. Stórskemmtilegir þættir sem enginn fróðleiksfús hlustandi ætti að láta framhjá sér fara!
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland