Þetta er annað kastið sem helgað er endurminningum hinnar dönsku sýslumannsfrúar á Austurlandi í upphafi 19. aldar. Gyða skrifaði hinar stórmerkilegu minningar sínar þegar hún var flutt aftur til Danmerkur en sýn hennar á Ísland, um það leyti sem Jörundur hundadagakóngur var á ferð, er alveg einstök. Raunar skiptir lýsing hennar á sögulegum atburðum ekki endilega mestu máli, heldur er ekki síður merkilegt að heyra um persónulega hætti hennar og ýmsar raunir sem hún lýsir af meira hispursleysi en títt var á hennar dögum.
Skræður er heitið á nýju hlaðvarpi sem hinn fjölfróði útvarps- og fjölmiðlamaður Illugi Jökulsson sér um. Þar kynnir hann hlustendum Storytel efni gamalla íslenskra bóka af öllu tagi. Þar getur verið um að ræða ævisögur og endurminningar, sögurit og frásagnir af öllu tagi, þjóðsögur, skrímslasögur og hvaðeina milli himins og jarðar. Illugi kynnir efnið vandlega, segir frá bakgrunni frásagnanna, styttir og dregur saman ef þörf krefur og í tilfelli elstu bókanna lagar hann stundum textann að eyrum nútímafólks. En fyrst og fremst fá hinar gömlu skræður og fróðleikur þeirra að njóta sín. Stórskemmtilegir þættir sem enginn fróðleiksfús hlustandi ætti að láta framhjá sér fara!
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland