Kamilla Vindmylla og bullorðna fólkið Hilmar Örn Óskarsson
Kamilla Vindmylla er sniðug stelpa sem þrammar sínar eigin leiðir í lífinu. Hún velur ekki alltaf auðveldustu leiðirnar og stundum þyrfti hún helst á jarðýtu að halda til að þramma áfram veginn. Hún er engu að síður ákaflega blíð og ein besta vinkona sem völ er á í allri búðinni. Hún er málglöð í meira lagi og það kemur fyrir að annað fólk þarf að flýja orðastorminn sem hún sendir frá sér. Viðurnefnið Vindmylla hlaut hún einmitt út af þessari náðargáfu. Uppáhalds liturinn hennar er röndóttur með stjörnum og hún borðar ekki banana enda handviss um að sá ávöxtur sé ekkert annað en dulargervi fyrir köngulær.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland