Helena Vesterberg er ungur rannsóknarfulltrúi með fremur innantómt einkalíf. Hún þráir að upplifa eitthvað nýtt og ákveður því að breyta til og flytja til Skánar. Í Landskrona býður hennar í senn nýtt og spennandi starf hjá lögreglunni og aldraður faðir hennar, Evert. Helena flytur inn í hús föðurins í fallega sjávarþorpinu Leirvík við Eyrarsund, en brátt fer hún að sakna Stokkhólms.Henni finnst hún vera utangátta meðal nýju kolleganna og til að bæta gráu ofan á svart tekur yfirmaðurinn hana ekki alvarlega. Það líður þó ekki á löngu þar til Helena dregst inn í sitt fyrsta morðmál – en það fær meira á hana en hún hafði haldið. Hvernig geta svo hræðilegir hlutir átt sérstað í litlu Leirvík? Og gæti það virkilega verið að hún kannist við morðingjann? Í slagtogi með yfirmanni sínum Margaretu og kollegunum Patrik, Rakel og Elíasi, vopnuð mikilli skarpskyggni og sælgætispokum, er Helena í stakk búin til að takast á við öll þau mál sem bíða hennar. Morðin í Leirvík er spennuþrungin Storytel Original glæpasería með klóka, ófullkomna og laumureykjandi kvenhetju í aðalhlutverki.
Merki
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland