Skuggabrúin er væntanlegur þríleikur sem gerist í fjarlægri framtíð á ísilagðri jörð. Veröldin er eyðileg og myrk, stjörnurnar slokkna á himni, og ný tegund mannfólks, stjarneygingar, berst fyrir lífi sínu á Norðurheimskautinu. En þrátt fyrir að mannkynið sé horfið, eru menjar um það í ísnum, og skuggabrúin, helsta afrek mannfólksins, umlykur jörðina sem nágrind. Þessi ljóðræna og heillandi skáldsaga var tilnefnd til íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2023 sem besta barna- og ungmennabókin og valin ungmennabók ársins 2022 af Morgunblaðinu.
„Það er eitthvað alveg sérstaklega heillandi við þessa bók.“ - Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan
„Skuggabrúin er fagurlega smíðuð bók orða sem flytja okkur í sagnaheim af ljósi og myrkri, þar sem ævintýralegar frásagnir fléttast saman í huga lesandans og speglast í persónum og atburðum úr veruleika samtímans.“ - Sjón
„… kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og grípur lesanda frá fyrstu blaðsíðu. Meistaralega skrifuð á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar ... myrk og töfrandi úr einstökum hrollköldum heimi í fjarlægri framtíð á einhvers konar jörð.“ - Rósa Margrét Tryggvadóttir, Morgunblaðið
"Frábær furðusaga þar sem bæði söguþráðurinn og frásagnarmátinn seiða lesandann til sín.“ - Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir, Bókmenntavefurinn
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland