Dansarinn Óskar Guðmundsson
Ylfa og Valdimar starfa hjá Rannóknarlögreglunni í Reykjavík í upphafi níunda áratugarins. Þau eru ólík en vinna vel saman sem teymi. Ylfa er að stíga sín fyrstu skref innan lögreglunnar sem á þessum árum er mikill karlaheimur. Hún er áhugasöm og dugleg í starfi, en hún á líka unga dóttur og býr með manni sem finnst hún stundum eyða of miklum tíma í vinnunni. Valdimar hefur marga fjöruna sopið í störfum sínum innan lögreglunnar og það er stutt í að hann fari á eftirlaun. Hann reynist Ylfu góður samstarfsmaður, á ráð undir rifi hverju og er auk þess ákaflega vel giftur. Saman glíma þau við ólík glæpamál sem upp koma og takast einnig á við áskoranir í einkalífi.
Merki
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland