Áður en Ævar varð vísindamaður var hann bara venjulegur strákur ... eða kannski ekki alveg venjulegur. Hann átti fáa vini aðra en köttinn Einstein og vildi helst hanga í tölvunni allan daginn. En svo hófust ævintýrin! Hann gabbaði sjö bandóðar risaeðlur upp á hálendi Íslands, tókst á við lúmska gervigreind, náði sambandi við geimverur og sigraðist á ofurvíddar-útgáfu af sjálfum sér, í fimm æsispennandi og skemmtilegum sögum.
Bókaflokkurinn um bernskubrek Ævars vísindamanns fékk íslensk börn til að slá lestrarmet ár eftir ár í lestrarátökum sem Ævar stóð fyrir. Þá voru bækurnar meðal annars tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, DeBary-vísindabókaverðlaunanna og In Other Words-verðlaunanna.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland