Fantasía, glæpasaga og íslenskur veruleiki mætast í þessum margrómaða bókaflokki eftir Emil Hjörvar Petersen. Miðillinn Bergrún Búadóttir og dóttir hennar, Brá, aðstoða lögregluna við að leysa sakamál sem tengjast huldum öflum og fyrirbærum úr þjóðsögum. Atburðarás bókanna er í senn kynngimögnuð og hörkuspennandi. Eftir því sem á líður verður saga mæðgnanna æ veigameiri, einkum þegar í ljós kemur að hin rótlausa Brá býr yfir dularfullri náðargáfu. Samband mæðgnanna er stirt og stormasamt en þær eiga þó eitt sameiginlegt: þær tengjast hinu yfirnáttúrulega órjúfanlegum böndum.
Ummæli um Handan Hulunnar:
★ ★ ★ ★ „Emil tekst listavel að samtvinna sagnaheim ævintýrabókmennta og glæpasagna … Hröð og spennandi atburðarásin er bæði myndræn og skemmtileg.“ Vilhjálmur A. Kjartansson, Morgunblaðinu
„Bækurnar eru einstakar hér á landi og þótt víða væri leitað … Stórskemmtileg og kynngimögnuð glæpasaga, ankannalegur krimmi, þjóðsagnakenndur ævintýratryllir. Glæpasaga fyrir bæði nýja tíma og aðra heima.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Rás 1
„Mjög skemmtilegur söguheimur … Ofsalega vel heppnað … Það úir og grúir af frábærum kvenpersónum.“ Gagnrýnendur Kiljunnar
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland