Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
4 of 4
Fantasía-og-scifi
Örlögin verða ekki umflúin. Miklar hamfarir eru í uppsiglingu. Himinninn yfir Íslandi leiftrar og undarlegir sviptistormar geysa. Á bak við tjöldin ríkir glundroði og líkin hrannast upp. Brá er einstæð móðir á skilorði sem býr hjá ölkærum afa sínum. Hún hefur snúið baki við nornaskapnum og reynir að lifa „venjulegu' lífi. Ekkert hefur spurst til móður hennar, miðilsins Bergrúnar Búadóttur, en sex ár eru liðin frá því hún steig yfir í heim vættanna. Líf beggja tekur stakkaskiptum þegar gamall andstæðingur krefur Brá um dýrmætan grip sem þó enginn nema Bergrún veit hvar er niðurkominn. Í kjölfarið hefst kynngimögnuð og spennuþrungin atburðarás sem leiðir mæðgurnar í ærna svaðilför. Þær hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna. Emil Hjörvar Petersen hefur sannað sig sem einn helsti fantasíuhöfundur Íslands. Eftir hann liggur rúmur tugur skáldsagna þar sem hann sýnir fádæma breidd og fléttar gjarnan saman sagnahefðum. Þar á meðal eru Saga eftirlifenda, Hælið og Dauðaleit. Handan Hulunnar er dáður bókaflokkur sem hófst með verðlaunabókinni Víghólum, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og fangað hug og hjörtu fjölmargra lesenda. Mikil eftirvænting hefur verið eftir lokabókinni og nú er biðin á enda. Í Skuld ráðast örlög Bergrúnar og Brár. Ummæli um Víghóla, Sólhvörf og Nornasveim: ★★★★ „Emil tekst listavel að samtvinna sagnaheim ævintýrabókmennta og glæpasagna ... Hröð og spennandi atburðarásin er bæði myndræn og skemmtileg.' Vilhjálmur A. Kjartansson (um Sólhvörf) „Bækurnar eru einstakar hér á landi og þótt víða væri leitað ... Stórskemmtileg og kynngimögnuð ... þjóðsagnakenndur ævintýratryllir.' Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Rás 1 ★★★★ „Frábær bók sem tvinnar saman íslenskum þjóðsögum við hversdagsleikann eins og við þekkjum hann.' Erla Jónsdóttir, Nörd norðursins.is „Mjög skemmtilegur söguheimur ... Ofsalega vel heppnað ... Það úir og grúir af frábærum kvenpersónum.' Gagnrýnendur Kiljunnar „Vel skrifuð og spennandi glæpafurðusaga sem vinnur með þjóðsagnaarfinn á áhugaverðan og skapandi hátt.' Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu „Flott fantasíubók, bráðskemmtileg og þrælspennandi.' Guðríður Haraldsdóttir, Vikunni
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180847001
© 2024 Storyside (Rafbók): 9789180847018
Útgáfudagur
Hljóðbók: 24 maj 2024
Rafbók: 24 maj 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland