Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
Spennusögur
Það sem fönnin felur er sálfræðitryllir sem sífellt kemur á óvart, þar sem ekkert er sem sýnist. Hún er ólík öllu öðru sem við höfum áður lesið. Hvað er það sem við sjáum ekki? Hver segir söguna og hvers vegna? Miskunnarlaust er villt um fyrir lesandanum, allt þar til síðasti bitinn í púsluspilinu fellur á sinn stað og allt blasir við.
Hún sá manninn í bílflakinu djúpt ofan í gilinu í gegnum einhvers konar hitasóttaróráð. Andlitið sundurtætt og óþekkjanlegt. Glerbrotið eins og byssustingur gegnum hálsinn. Ímyndun og veruleiki urðu eitt, og hún lá og bylti sér nótt eftir nótt án þess að geta sofnað. Hvað gerðist eiginlega þetta örlagaríka síðdegi fyrir fjórum árum? Og hvað er að gerast núna? Það eina sem við vitum fyrir víst er að óhugnanleg röð ofbeldisverka virðist eiga uppruna sinn að rekja til þess sem gerðist við gilið og að það fer illa fyrir þeim sem sogast inn í atburðarásina.
Höfundurinn, hin sænska Carin Gerhardsen er stærðfræðingur að mennt og nýtir hún skarpa rökhugsun sína til hins ýtrasta í þessum æsispennandi krimma. Söguþráðurinn er úthugsaður, flétturnar óvæntar og persónusköpunin einstaklega lífleg, svo úr verður sálfræðitryllir af bestu gerð.
© 2020 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935498540
© 2021 Sögur útgáfa (Rafbók): 9789935311023
Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 augusti 2020
Rafbók: 9 december 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland