Síðustu misseri hefur dularfullur aðili valdið usla í íslenskri bókaútgáfu með glæpsamlegu athæfi. Hann hefur stolið handritum, haft í hótunum við útgefendur og virðist hafa viðkvæmar upplýsingar um einkalíf fólks í bókmenntageiranum undir höndum. Eftir handtöku FBI á 29 ára Ítala í New York virtist málið leyst, en ein mikilvæg spurning stendur eftir: Af hverju?
Er bókaþjófurinn leiðtogi í hópi hakkara? Hefur hann tengsl við Norður-Kóreu, Rússland, Kína? Hvað getur hann hafa grætt á allri þessari vinnu? Er sá hluti glæpastarfsseminnar sem snýr að bókafólki kannski bara toppurinn á ísjakanum? Er þetta allt hluti af stærra samsæri?
Þegar rithöfundinum Friðgeiri Einarssyni varð ljóst að hann væri nýjasta skotmark hins alræmda þrjóts ákvað hann að taka málin í eigin hendur og komast til botns í málinu. Rannsókn Friðgeirs leiddi hann á óvæntar slóðir og um allan heim, allt frá New York til Noregs. Óvæntir aðilar blandast í málið og Friðgeir fer að efast um eigið öryggi.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland