Hugarheimur morðingja - Breskir raðmorðingjar. 1. þáttur: Ian Brady og Myra Hindley Lone Theils
Lone Theils hefur starfað sem blaðakona á Bretlandseyjum í 16 ár og í þessari þáttaröð beinir hún kastljósinu að frægustu raðmorðingjum Bretlands. Hún reynir að komast til botns í því hvað gerðist og reynir að skilja hvað fær sumt fólk til að drepa aftur og aftur. Í glæpasögum sínum sækir hún gjarnan innblástur í raunveruleikann en jafnframt hefur hún oft upplifað að raunveruleikinn geti verið hrikalegri en hvers kyns skáldskapur. Það á ekki síst við um morðin sem fjallað er um í þáttaröðinni.
Athugið að þættirnir fjalla um raunverulega glæpi, morð og kynferðisbrot. Þeir eru því ekki fyrir viðkvæma.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland