Hin 36 ára gamla Sunna Karls er atvinnulaus, háð róandi lyfjum og í yfirvigt. Þegar móðir hennar fellur frá verður Sunna einmana og hjálparvana. Hún veit ekki hvað skal til bragðs taka og er nær því að gefast upp og gefa skít í allt – leggjast niður og deyja. En hún velur að lifa. Eftir röð undarlegra atvika tekur líf hennar nýja stefnu. Hálfpartinn í gríni og hálfpartinn í alvöru (þar sem hún virkilega elskar krimma/glæpasögur) býr hún til auglýsingu þar sem hún býður fram þjónustu sína sem einkaspæjari. Hún auglýsir einnig eftir persónulegum aðstoðarmanni til að aðstoða hana við allt sem hún sér sér ekki fært að gera vegna yfirþyngdar sinnar. Hún fær svar - við báðum auglýsingunum. Ungur maður að nafni Yusef sannfærir hana að hann sé hinn fullkomni aðstoðarmaður. Það sem meira er – hann getur einnig aðstoðað hana í starfi sínu sem einkaspæjari. Sunna hikar í fyrstu en fellur fyrir sannfæringarkrafi hins heillandi Yusef. Fljótt hafa þau mörg mál á sínu borði, meðal annars grunaðan þjófnað og týndan kött. Yusef fær Sunnu til þess að byrja í heilsurækt, þrátt fyrir mótmæli, og svo virðist sem allt sé að breytast til hins betra. En allt verður erfiðara þegar Sunna er þvinguð út fyrir þægindarrammann sinn og út í lífið, með öllu sem því fylgir af varnarleysi, kvíða og óvissu. Og ástin, maður. Ástin... Sunna Karls er hjartnæm vellíðunarsaga (e. feelgood) með vænum skammti af gríni. Saga um vinskap, von og ást – og að það er aldrei of seint að byrja að lifa.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland