Ekki gera samning við Kölska Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Varúð! Ekki hlusta á þessar sögur fyrir háttinn!
Hrekkjavökur eru hræðilegar og fyndnar sögur fyrir hugrökk börn. Þið mætið allskyns kynjaverum og hrikalegum skepnum sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga. Alræmdu rithöfundarnir og hjónakornin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðsson setja allar þessar ófreskjur í nýjan og spennandi búning. Nú er tíminn til að snúa lyklinum í skránni, leiða hjá sér marrið í hurðinni og hvinið í vindinum og hleypa óttanum inn fyrir þröskuldinn... og kannski hlæja smá í leiðinni.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland