Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.8
2 of 4
Ungmennabækur
Varúð! Ekki hlusta á þessar sögur fyrir háttinn! Hrekkjavökur eru hræðilegar og fyndnar sögur fyrir hugrökk börn. Þið mætið allskyns kynjaverum og hrikalegum skepnum sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga. Alræmdu rithöfundarnir og hjónakornin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðsson setja allar þessar ófreskjur í nýjan og spennandi búning. Nú er tíminn til að snúa lyklinum í skránni, leiða hjá sér marrið í hurðinni og hvinið í vindinum og hleypa óttanum inn fyrir þröskuldinn... og kannski hlæja smá í leiðinni. Edda er að flytja út á land og henni finnst mjög erfitt að fara frá vinum sínum og öllu sem hún þekkir. Til að bæta henni það upp gefa mömmur Eddu henni hamstur. En þegar nýjabrumið hefur fallið af hamstrinum og hún kynnist því að lífið úti á landi sé alls ekki jafn ömurlegt og hún hafði ímyndað sér, finnst Eddu hamsturinn hálf óspennandi. Og hún getur ekki sofið fyrir látunum í honum. Alltaf ískrar í hjólinu hans alla liðlanga nóttina. Á endanum opnar hún búrið fyrir honum og vonast til þess að hann láti sig hverfa. En samt fær hún ekki að sofa í friði því nú heyrist alltaf krafs sem virðist berast innan úr veggjunum. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í húsinu í sveitinni. Ekki fá þér hamstur sækir innblástur í hræðilegar sögur um uppvakninga.
© 2024 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180689526
© 2024 Storytel Original (Rafbók): 9789180689557
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 oktober 2024
Rafbók: 1 oktober 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland