Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
2 of 66
Andleg málefni
Alþjóðlegt heiti Annarrar Mósebókar, Exodus, merkir brottför og vísar til mikilvægasta atburðarins í sögu Ísraels, þ.e. frelsunar Hebrea frá Egyptalandi þar sem þeir höfðu verið í ánauð. Bókin skiptist í fjóra meginhluta: (1) Frelsun hebresku þrælanna úr ánauðinni í Egyptalandi og köllun Móse þar sem Drottinn (Jahve) opinberar nafn sitt. (2) Ferð þeirra að Sínaífjalli undir forystu Móse. Þar gegnir hin undursamlega frelsun við Rauðahafið (Sefhafið) miklu hlutverki. (3) Sáttmáli Guðs og Ísraels við Sínaífjall. Sáttmálinn hafði að geyma siðferðislega og trúarlega löggjöf handa þjóðinni til að byggja líf sitt á. Guð skuldbindur sig um ævarandi náð og miskunn en fólkið skuldbindur sig um trúnað við Guð. (4) Bygging og skipan helgistaðar fyrir Ísrael ásamt reglum fyrir presta um helgihaldið.
Öðru fremur lýsir bókin því hvað Guð gerði er hann frelsaði hina ánauðugu Hebrea, gerði þá að þjóð og gaf þeim von að byggja á. Aðalpersóna ritsins er Móse, maðurinn sem Guð útvaldi til að leiða lýð sinn út af Egyptalandi. Þekktasti kafli bókarinnar er 20. kafli sem hefur að geyma boðorðin tíu.
Brottförin af Egyptalandi er lykilatburðurinn í Mósebókum (Fimmbókaritinu) og yfirleitt talin marka upphaf Ísraels sem þjóðar. Exodus-atburðurinn var og túlkaður sem lykill að Guðsmynd Gyðinga. Páskar Gyðinga eru haldnir til að minnast þess atburðar.
Skipting ritsins
1.1–15.21 Brottförin frá Egyptalandi
1.1–1.22 Þrælkun Ísraels
2.1–2.25 Fæðing Móse og æska
3.1–4.31 Köllun Móse
5.1–11.10 Móse og Aron hjá faraó
12.1–15.21 Páskarnir og brottförin frá Egyptalandi
15.22–18.27 Frá Rauðahafi að Sínaífjalli
19.1–24.18 Sáttmálinn á Sínaífjalli
25.1–40.38 Fyrirmæli um helgidóm og guðsdýrkun
© 2024 Hið íslenska biblíufélag (Hljóðbók): 9789935553010
Útgáfudagur
Hljóðbók: 17 augusti 2024
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland