Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ófriður í aðsigi er fyrsta bindi ritverks dr. Þórs Whitehead um Ísland í síðari heimsstyrjöld. Ritverkið er byggt á rannsóknum höfundar á heimildum er varða Ísland í mörgum löndum um áratugaskeið, bréfum, leyniskýrslum og viðtölum við erlent og íslenskt fólk sem þátt tók í atburðum eða stóð þeim nærri.
Í Ófriði í aðsigi er fjallað um samskipti Íslands við stórveldin á tímabilinu frá því Hitler komst til valda í Þýskalandi (1933) og þangað til styrjöld braust út (1939). Þjóðverjar gáfu Íslandi því nánari gaum sem nær dró ófriðnum og valdsmenn þar sendu hingað einn af gæðingum sínum, SS-foringjann dr. Gerlach, til að styrkja hér þýsk áhrif. Í Reykjavík starfaði deild úr þýska nasistaflokknum og var henni stjórnað frá Berlín. Íslenskum stjórnvöldum var ljóst hvað var á seyði en gátu lítið aðhafst, enda stóðu þau andspænis kreppu og markaðshruni sem Þjóðverjar reyndu að notfæra sér. Þau leituðu á náðir stórvelda sem voru þeim skapfelldari en Hitlers-Þýskaland en róðurinn var þungur.
Bækur Þórs Whitehead um Ísland í síðari heimsstyrjöld hafa notið einstakra vinsælda. Frásögn Þórs er lifandi og á köflum mjög spennandi án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum. Árið 1996 hlaut Þór Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Milli vonar og ótta.
© 2024 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935219091
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 mars 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland