Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Stúlkan sem sagðist ævinlega til í „sukkið“, gat elskað tvo menn í einu … kúrði til klukkan ellefu og sat annars hugar undir guðs orði … er komin hátt á sjötugsaldur. Hún er komin óravegu frá hinu óhaggandi samfélagi embættismanna um miðja nítjándu öld; hinum formfasta heimi landshöfðingja tímans. Óravegu frá léttleika æskunnar í húsinu á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, húsinu sem brátt mun brenna til kaldra kola.
Ævi og örlög Þóru Pétursdóttur Péturssonar biskups yfir Íslandi og eiginkonu Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings eru líklega mátulega stór fyrir samtíma okkar.
Saga hennar segir frá kjólum og karlmönnum, draumum og glæstum vonum; grátbroslegum stundum í lífi lítillar þjóðar. Þetta er saga um tungumál og tjáningu, um þörf og hæfileika kvenna á síðari hluta nítjándu aldar til að búa til margradda frásögn um umhverfi sitt og þetta tímabil sögunnar sem þrátt fyrir allar ljósmyndirnar og textana er hljóðlaust og frosið. Í einstökum lestri Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur.
© 2021 JPV (Hljóðbók): 9789935291783
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 augusti 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland