Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Jóhann er staðráðinn í að komast yfir jörð í Húnanesi enda þótt flestum finnist þar fáskrúðugt og útúrborulegt. Með klækjum og vinnusemi tekst það og eftir að hafa slitið fyrstu trúlofuninni með látum sest yngri kona, Þórey, í húsmóðursætið. Eftirlætissonurinn Hallur er þeim ánægjuefni en hið sama verður ekki sagt um hinn soninn, Gunnar. En það á eftir að breytast eins og svo margt annað á jörðinni Látravík þar sem brimaldan brotnar á skerjum rétt fyrir neðan túnið. Þetta er fyrri bókin af tveimur um lífið í Látravík. Hér eins og svo oft áður tekst Guðrúnu frá Lundi að fanga hug og hjörtu lesenda á sinn einstaka hátt, með því að gæða persónur sínar lífi svo lesandinn hverfur meira en heila öld aftur í tímann. Hún sendi frá sér sextán skáldsögur alls, sumar í mörgum bindum, og var áratugum saman einn alvinsælasti höfundur landsins.
© 2022 Lesbók (Hljóðbók): 9789935222893
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 oktober 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland