Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
1 of 3
Skáldsögur
Auður, dóttir víkingahöfðingjans Ketils flatnefs, vex up á Suðureyjum, ættstór og skapheit. Allt hennar fólk er heiðið en þegar hún kynnist munkinum Gilla laðast hún bæði að honum og boðskap hans um Hvítakrist. Fullveðja er Auður gefin Ólafi hvíta, konungi yfir Dyflinni á Írlandi. Samband þeirra er heitt en stormasamt og vináttan við Gilla verður henni að lokum dýrkeypt…
Auður djúpúðga er í hópi þekktustu landnema Íslands, en hingað til lands kom hún ekki fyrr en um miðjan aldur. Hér er þroskasaga hennar sögð um leið og dregin er upp mynd af þeim róstusömu tímum þegar norrænir menn lögðu undir sig eyjarnar við Skotland, herjuðu í Vesturhafi og háðu þar blóðuga bardaga, bæði innbyrðis og við innfædda á Skotlandi og Írlandi.
Vilborg Davíðsdóttir er þaulkunnug mannlífi sögutímans og staðháttum á Suðureyjum og Írlandi. Miðaldir eru hennar kjörtími og Auður rís úr djúpi aldanna, sterk og heillandi kona.
Auður var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009. Hún er sú fyrsta af þremur um sögu Auðar djúpúðgu. Önnur bókin, Vígroði, kemur á Storytel í júlí 2022 og sú þriðja, Blóðug jörð, stuttu síðar. Þríleikurinn hefur notið geysilegra vinsælda og jafnt gagnrýnendur sem lesendur hafa lofað sögu þessarar konu sem á engan sinn líka í Íslandssögunni. Undanfarin ár hefur Vilborg Davíðsdóttir farið með stóra hópa lesenda í ferðir um söguslóðirnar á Suðureyjum, í Hálöndum Skotlands og í Orkneyjum.
,,Vilborg bregður upp skýrri og grípandi mynd af persónum sínum og því lífi sem þær lifðu: Lesandinn finnur lyktina af þeim, heyrir raddir þeirra, sér þær ljóslifandi… Vilborg er í innilegu sambandi við persónur sínar. Stíll hennar er kjarnmikill, gjörsneyddur tilgerð sem stundum hendir höfunda á tímaflakki. Skemmtileg og innihaldsrík saga." - Hrafn Jökulsson, Viðskiptablaðið.
,,Saman byggja skáldskapurinn og óþrjótandi fróðleikur Vilborgar um tímabilið heillandi heim sem erfitt er að kveðja. Umfram allt eru það þó persónurnar, Auður og samferðafólk hennar, sem rísa upp úr þessum magnaða hafsjó fortíðar og lifa lengi með lesandanum." - Maríanna Clara Lúthersdóttir, Morgunblaðið.
„Það sem einkennir bækurnar öðru fremur – og markar þeim um leið sérstöðu – er að í þeim ríkir sterkt kvennasjónarmið; það er heimur kvenna sem birtist lesendum þríleiksins ljóslifandi og sá heimur er sjaldnast fyrirferðarmikill í íslenskum miðaldaritum ... Upp teiknast breið og trúverðug mynd af heiðnu samfélagi á víkingaöld.“ - Soffía Auður Birgisdóttir, Tímarit Máls og menningar.
© 2019 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935417145
Útgáfudagur
Hljóðbók: 10 oktober 2019
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland