Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
Óskáldað efni
Hvað er maður svo sem annað en sprengikúla úr fortíð annarra, sögum annarra, lífi þeirra, gleði og sorg. Þar er uppsprettan, þaðan kem ég, þaðan er ég. Ég hef alltaf haft eyrun opin og verið forvitin um líf mitt og annarra, hvernig það fléttast og vindur upp á sig. Lífið er dásamlegur snúningur. Einmitt þess vegna gæti ég engu logið.
Sigríður Halldórsdóttir, eða Sigga Halldórs, fer á kostum þegar hún lætur hugann reika um víðan völl – allt frá æskuheimilinu á Gljúfrasteini, móðurinni, Auði Laxness, föðurnum, Halldóri Laxness, og systurinni Guðnýju – fram til þeirrar kyrrðarstundar þegar hún vill fá að eldast í friði, án athugasemda. Hún rifjar upp og reynir að muna allt sem henni finnst skipta máli.
Öll lífsins undur Siggu, ósigrar hennar og ævintýri fá hér sinn ríkulega skerf. Hver minningin rekur aðra og hrífur lesandann, hryggir hann, hlægir eða grætir, rétt eins og lífið hlýtur alltaf að gera. Sigga er einstök manneskja – eins og við öll.
Vigdís Grímsdóttir skrásetur frásögn Sigríðar af fullkomnum trúnaði við hana sjálfa og tíðarandann. Hér í einstökum lestri Eddu Björgvinsdóttur.
© 2023 JPV (Hljóðbók): 9789935294777
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 augusti 2023
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland