Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Hér rekur Elspa Sigríður Salberg Olsen harmsögulega ævi sína og upprisu til nýs lífs á síðustu árum. Elspa, sem fæddist á Akureyri skömmu fyrir miðja síðustu öld, fékk bágborið veganesti út í lífið. Hún ólst upp við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun og fór að mestu á mis við formlega menntun.
Margvíslegar raunir og mótlæti sem Elspa hefur mætt á lífsleiðinni, eins og barnsmissir, forræðissviptingar, róstusöm hjónabönd og fátæktarbasl, hafa svo sannarlega reynt á. Erfiðustu glímuna háði hún samt við sjálfa sig, en hún þurfti að sitja af sér dóm í fangelsi auk þess að leggjast inn á geðdeild oftar en einu sinni. Styrkur Elspu og staðfesta hafa þó alltaf fleytt henni í gegnum boðaföllin.
Elspa – saga konu er skráð af Guðrúnu Frímannsdóttur félagsráðgjafa, sem kom að málum Elspu og dætra hennar á sínum tíma með dramatískum hætti. Upp frá því þróaðist með þeim náinn vinskapur sem skilar sér nú í þessari mögnuðu frásögn þar sem Elspa gerir upp líf sitt af fádæma hreinskilni.
Sláandi saga Elspu á tvímælalaust erindi inn í nútímann og þá mikilvægu umræðu sem á sér stað um arf félagslegra aðstæðna og áfalla milli kynslóða.
Hér í dásamlegum lestri Valgerðar Guðrúnar Guðnadóttur.
© 2022 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935311467
© 2022 Sögur útgáfa (Rafbók): 9789935311788
Útgáfudagur
Hljóðbók: 6 augusti 2022
Rafbók: 18 november 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland