Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Halldór Laxness var síðasta þjóðskáld Evrópu. Hann var ekki þjóðskáld af því að öll íslenska þjóðin elskaði hann eða fyndist jafn mikið til um allt sem hann sendi frá sér. Því fór fjarri. Hann var þjóðskáld af því næstum öll þjóðin lét sig varða hvað hann skrifaði.
Verkum hans var oft fagnað og margir reiddust þeim – en engum var sama. Hann speglaði í lífi sínu og bókum þá öld sem hann lifði og lifði sig inn í, öld öfganna. Þannig var hann sjálfur: Oft einstaklega alúðlegur og háttvís í framkomu en um leið ótrúlega djarfur og hvassyrtur penni. Þeir voru ólíkir í honum, skáldið og maðurinn, því hann var maður andstæðna, Íslendingur og heimsborgari, fagurkeri og baráttumaður. Hann var stór í hugsjónum sínum og verkum – og mistökum. Metnaður hans var mikill og stundum tillitslaus. En skáldverk sín samdi hann af innri þörf og ekki til að þóknast neinum.
Halldór Guðmundsson hefur talað við fjölda manns, leitað í bókum, skjala- og bréfasöfnum, hér á landi og erlendis, að heimildum og vitnisburði um viðburðaríkt og þverstæðukennt líf Halldórs Laxness. Myndin sem hann dregur upp af viðfangsefni sínu er fræðandi og skemmtileg en umfram allt ögrandi og óvænt.
Íslensk þjóð lét sig frá upphafi varða gerðir og skrif síns mesta rithöfundar. Í þessari bók fær hún loksins að kynnast manninum sjálfum.
Halldór Guðmundsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina árið 2004.
© 2021 JPV (Hljóðbók): 9789935291486
© 2021 Vaka-Helgafell (Rafbók): 9789935112682
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 maj 2021
Rafbók: 12 maj 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland