Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.4
Óskáldað efni
Þessi frásögn átti aldrei að koma fyrir augu almennings. Sögumaður byrjaði að skrá hjá sér minnispunkta þegar fornvinur hans greindist með banvænan sjúkdóm. Þegar sagan hefst er hann í þann mund að taka við nýju starfi í Róm og sér hina stóru veraldarmynd úr rústum heimsveldis sem er löngu hrunið. Hann veltir fyrir sér hvort heimurinn eins og við þekkjum hann stefni í sömu átt. Þá kemur í ljós að sagan verður að birtast.
Stefán Jón Hafstein á að baki langan feril við þróunarsamvinnuverkefni í Afríku og hjá alþjóðastofnunum. Hann býr að yfirsýn og reynslu sem hann nýtir til að miðla þekkingu sem varðar okkur öll á þann hátt að auðskilið verður. Leiðarstefið er ljóst: Allt tengist. Loftslagsváin er eitt stórvandamál og ósjálfbær matvælaframleiðsla sífellt stækkandi mannkyns annað. Hrun vistkerfanna tengist manninum sem er einræðisherra á jörðinni og misnotar vald sitt. Stefán Jón notar form persónulegrar heimildasögu til að gefa lesanda leiðarvísi að betri skilningi á stöðu heimsins eins og hann er.
Höfundur hefur áður beitt þessu formi í bókum sem var vel tekið: Guðirnir eru geggjaðir, ferðasaga frá Afríku (1991), New York! New York! (1993) og Afríka, ást við aðra sýn (2014). Þessi saga er ekki einungis um raunverulegar ógnir. Hún er ákall til okkar, mannanna, um að elska allt sem lífsanda dregur.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180627740
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 augusti 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland