Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.6
Skáldsögur
„Ástin okkar er hrá, við treystum hvort öðru fyrir kvikunni sem enginn hefur komist nálægt áður. Þegar mér líður eins og ég hafi húðflett sjálfa mig með ostaskera þá minni ég mig á þetta: Ást er litróf. Hún er jafn sár og hún er góð.“
Lilja er ung og ástfangin, svo ástfangin að hún er tilbúin að leggja allt í sölurnar til að þóknast manninum sem hún elskar. En þegar hún hættir að setja honum mörk missir hún tökin á raunveruleikanum. Er hægt að leysast hreinlega upp af ást?
Hér er dregin upp mögnuð, raunsönn mynd af andlegu ofbeldissambandi, lituðu af klámvæðingu samtímans, og skelfilegum afleiðingum þess fyrir unga konu. Kvika er ljóðrænn en baneitraður kokteill af firrtri ást, sjálfsblekkingu, sársauka og grimmd sem seint á eftir að líða úr minni.
Þóra Hjörleifsdóttir hefur tekið þátt í að skrifa og gefa út bækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd (2017) og Ég er fagnaðarsöngur (2018) með Svikaskáldum. Hún býr í Reykjavík og er með meistaragráðu í ritlist. Kvika er fyrsta skáldsaga hennar. Hér í frábærum lestri Birnu Pétursdóttur.
© 2021 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979345251
© 2021 Mál og menning (Rafbók): 9789979339922
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 juli 2021
Rafbók: 5 juli 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland