Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.6
Skáldsögur
Einkadóttir ástríkra og vel menntaðra foreldra elst upp við gott atlæti í hæðum Napólí. Henni gengur allt í haginn og er augasteinn föður síns en þegar að kynþroskanum kemur tekur velgengni hennar í skólanum skyndilega dýfu án sýnilegrar ástæðu. Þetta veldur metnaðarfullum foreldrunum talsverðum áhyggjum og eitt kvöldið heyrir hún óvart á tal þeirra þar sem faðir hennar lætur út úr sér örlagarík orð sem umhverfa sjálfsmynd hennar og setja lífið í nýtt samhengi. Í kjölfarið kvarnast smám saman úr undirstöðum fjölskyldunnar, tilveran tekur kollsteypu og nýr veruleiki kemur í ljós.
Sagan er tilfinningaþrungin þroskasaga unglingsstúlku sem lendir í sársaukafullri eldskírn á leið sinni inn í heim fullorðinna. Hún þarf að púsla saman nýrri sjálfsmynd af eigin rammleik, slíta sig frá foreldrunum og bernskunni og komast til botns í fjölskylduleyndarmáli sem hún er sannfærð um að Vittoria frænka hennar varðveiti lykilinn að.
Lygalíf fullorðinna er fyrsta skáldsaga Elenu Ferrante síðan Napólí-fjórleikurinn sló í gegn um allan heim.
© 2021 Benedikt bókaútgáfa (Hljóðbók): 9789935320087
© 2021 Benedikt bókaútgáfa (Rafbók): 9789935488640
Þýðandi: Halla Kjartansdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 mars 2021
Rafbók: 14 april 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland