Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Þegar tveir miklir sagnameistarar sem hafa verið nánir vinir frá unglingsárum leggja saman í púkk er viðbúið að útkoman verði safarík og skrautleg. Hér segir Einar Kárason rithöfundur frá ævi Friðriks Þórs Friðrikssonar, allt frá bíódögum og sveitasögum bernskunnar til Óskarsverðlaunatilnefningar og kynna leikstjórans af stórstjörnum af ýmsu tagi. Lífsferill Friðriks Þórs hefur verið bæði ævintýralegur og öfgafullur. Hann hefur legið milli heims og helju á gjörgæsludeild í Þessalóníku við hliðina á sundurskotnum eiturlyfjabarón; verið handtekinn um nótt í Brasilíu sem grunaður hryðjuverkamaður; rekið umsvifamikið fyrirtæki og misst aleiguna; veitt marga stórfiska sem ekki minnka neitt að ráði í frásögnum þeirra félaganna; gert kvikmyndir um norræna kúreka, braggabúa, skyttur og fálkaþjófa, alheimsengla og einhverfu – og er þá fátt eitt talið. Hér er sagt frá fjölmörgum litríkum karakterum, sumum heimsþekktum, öðrum af botni mannfélagsins og ýmsum þar á milli – en alltaf tekst þeim Friðriki og Einari að draga fram gamanmál eða örlagasögur sem gera þá minnisstæða.
© 2022 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979344438
© 2022 Mál og menning (Rafbók): 9789979341857
Útgáfudagur
Hljóðbók: 8 december 2022
Rafbók: 8 december 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland