Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Höllin á hæðinni er öll að koma heim og saman, endurbæturnar hafa gengið eins og í sögu. Svo nú er bara að njóta nýja lífsins í sveitasælunni ... en Saga hefur aldrei kunnað slaka á! Sem betur fer leitar gamall vinur óvænt til hennar eftir aðstoð með stórt kvikmyndaverkefni, og brátt stefnir í heilmikið húllumhæ í litla þorpinu Eyrarvík. Með Trausta sér við hlið þarf Saga að tryggja að allt gangi upp - og í leiðinni kynnast þau tvö betur en nokkru sinni áður. Á meðan stendur Emelía, besta vinkona Sögu, frammi fyrir erfiðri ákvörðun í Reykjavík. Ástin hefur dofnað milli hennar og kærastans og sambandið lítið annað en platónsk sambúð. Væntanlegar framkvæmdir á íbúðinni hennar leiða til þess að hún ákveður að flýja til bestu vinkonu sinnar í Eyrarvík. Hún ætlar sér ekki að stoppa lengi, þetta átti aðeins að vera stundarflótti en litla þorpið býr yfir ómótstæðilegum sjarma. Svo ekki sé minnst á að það er fullt af lífi og fjöri, fjallmyndarlegum leikurum og kostulegum þorpurum. Allt í einu færast ævintýralegir litir í líf Emilíu á nýjan leik. Kannski er þetta meira en flótti, kannski er þetta ný byrjun. Ný byrjun í Höllinni er önnur bókin í þessari heillandi sögu um tvær vinkonur á tímamótum og litla þorpið Eyrarvík, þar sem rómantík og grín og glens fléttast saman í ómótstæðilega skemmtilegar sögur. Fyrsta bókin vakti mikla lukku meðal hlustenda og nú heldur Sigrún Elíasdóttir áfram að töfra lesendur með ævintýrum, kímni, ást og hlýju. Hér er svo sannarlega saga sem gleður hjartað í geggjuðum lestri Sólveigar Guðmundsdóttur og Berglindar Öldu Ástþórsdóttur.
© 2024 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180675581
© 2024 Storytel Original (Rafbók): 9789180675598
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 augusti 2024
Rafbók: 5 augusti 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland