Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ævisögur
Desmond Shum ólst upp í fátækt í Kína. Hann hét sjálfum sér því að brjótast til mennta og auðlegðar. Með mikilli vinnu og þrautsegju tókst honum að ljúka háskólaprófum í Bandaríkjunum. Hann sneri síðan heimleiðis, staðráðinn í að láta að sér kveða í ört vaxandi viðskiptalífi. Þar kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, hinni gáfuðu og metnaðarfullu Whitney Duan sem var ákveðin í að hasla sér völl í karlasamfélaginu í Kína. Þau voru sannkallað draumteymi og létu fljótt að sér kveða. Með því að mynda tengsl við æðstu meðlimi Kommúnistaflokksins, hina svokölluðu Rauðu aðalsstétt, komust þau brátt í hóp kínverskra milljarðarmæringa. Þau reistu meðal annars eitt fínasta hótelið í Bejing, gríðarstóra flugfraktaðstöðu á alþjóðaflugvellinum og fjármögnuðu ýmsar risaframkvæmdir. Desmond og Whitney voru áberandi, ferðuðust i einkaþotum og keyptu dýr hýbýli, farartæki og listaverk. En árið 2017 urðu straumhvörf í lífi þeirra. Desmond var þá erlendis með ungum syni þeirra þegar hann frétti að Whitney væri horfin ásamt þremur vinnufélögum. Í þessari einstöku og upplýsandi bók sviptir höfundur hulunni af ráðandi elítu í Kína og afhjúpar hvað raunverulega gerist á bak við luktar dyr i fjármálaheiminum í þessu fjölmennasta ríki heims þar sem leynd og ógn hefur löngum verið ráðandi.
© 2022 Ugla (Rafbók): 9789935216007
Þýðandi: Jón Þ. Þór
Útgáfudagur
Rafbók: 5 april 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland