Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Fáir íslenskir höfundar hafa náð jafn góðum tökum á knöppu listformi smásögunnar og Svava Jakobsdóttir. Sögur hennar gefa öfluga sýn á íslenskan veruleika og furðuleika og um leið á margbrotna reynslu og flókið samband einstaklings og samfélags. Þær draga fram varnarleysi og einsemd manneskjunnar og eru uppfullar af lífsháska en líka sérstæðri fegurð. Hér eru saman komin þrjú smásagnasöfn Svövu, Veizla undir grjótvegg (1967), Gefið hvort öðru … (1982) og Undir eldfjalli (1989), með alls 25 sögum sem vöktu sterk viðbrögð á sínum tíma og gera enn. Svava Jakobsdóttir var einn þekktasti og áhrifamesti rithöfundur okkar á síðari hluta 20. aldar og brautryðjandi í íslenskum nútímaskálskap. Auk smásagnanna skrifaði hún tvær skáldsögur og nokkur leikrit og lét til sín taka á sviði menningar- og stjórnmála. Verk hennar hafa verið þýdd á mörg tungumál og hún hlaut fyrir þau ýmsar viðurkenningar, hérlendis og erlendis.
© 2021 Forlagið (Hljóðbók): 9789979537304
Útgáfudagur
Hljóðbók: 17 juni 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland