Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Í þessari bók segir frá lífi Yetemegnu, ömmu bókarhöfundar. Hún fæddist í norðurhluta Eþíópíu árið 1916. Hún mátti þola ýmsar raunir á langri ævi og barðist ótrauð fyrir réttlæti sér og sínum til handa. Það voru stormasamir tímar í Eþíópíu: einvaldur keisari tók við af lénsveldi fyrri alda, herir Mússólínis réðust inn í landið, flugvélar bandamanna vörpuðu sprengjum á það, keisaranum var steypt í blóðugri byltingu marxista og grimmileg borgarastyrjöld hófst í kjölfarið. Meðan á öllu þessu gekk sinnti Yetemegnu fjölskyldu sinni eftir bestu getu. Einstök ævisaga ótrúlegrar konu sem missti aldrei kjarkinn þótt á móti blési en jafnframt einstök lýsing á mannlífi í landi sem oft er misskilið. Aida Edemariam er eþíópsk í aðra ættina og kanadísk í hina. Hún ólst upp í Addis Ababa og nam enskar bókmenntir við háskóla í Oxford og Toronto. Hún hefur síðan starfað sem blaðamaður í New York, Toronto og London þar sem hún er nú greinahöfundur og ritstjóri við stórblaðið Guardian. Saga eiginkonunnar hreppti bæði Jerwood-verðlaunin og The Royal Society of Literature's Ondaatje-verðlaunin í Bretlandi. Aida Edemariam er búsett í Oxford.
© 2024 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935219916
Þýðandi: Karl Sigurbjörnsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 december 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland