Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
Skáldsögur
Sérhver fjölskylda geymir mörg líf og margar raddir. Pétur vinnur fyrir auglýsingastofu en elur með sér skáldadrauma. Eva kona hans stendur í ströngu sem byggingafulltrúi á Stapaströnd. Saman eiga þau þrjú börn; unglinginn Silju, sem hefur annan fótinn í öðrum heimi, viðkvæma sex ára drenginn Steinar og ungbarnið Ólafíu. Auk þess er á heimilinu eðalborinn og ævaforn köttur, kallaður Mjálmar, og þangað kemur líka faðir Péturs, Bergur, fyrrum bóndi sem hefur nýverið misst konu sína og er við það að hverfa inn í heim gleymskunnar.
Í þessari skemmtilegu og áhrifamiklu skáldsögu fylgjumst við með hálfu ári í lífi fjölskyldu, þar sem allir sjö hugarheimar hennar fá rödd. Þannig fléttast saman innra líf þeirra og ytri atburðir, valdabarátta og áföll, togstreita og uppeldisátök, gamall tími og nýr, í marglaga og minnisstæðri sögu. Það eru þau Arnar Jónsson, Vilhjálmur Hauksson, Katla Njálsdóttir, Orri Huginn Ágústsson og Margrét Örnólfsdóttir sem glæða persónur bókarinnar lífi með frábærum lestri.
Yrsa Þöll Gylfadóttir vakti mikla athygli fyrir snjalla fléttu og blæbrigðaríkan stíl í síðustu skáldsögu sinni, Móðurlífið, blönduð tækni.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180623186
© 2022 Storyside (Rafbók): 9789180623193
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 september 2022
Rafbók: 1 september 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland