Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
1 of 2
Skáldsögur
Lars Mytting hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín en Systraklukkurnar fengu meðal annars bóksalaverðlaunin í heimalandi hans Noregi og sátu í efsta sæti metsölulistans þar. Útgáfurétturinn hefur verið seldur til fjölmargra landa og hefur bókin alls staðar hrifið lesendur. Skáldsaga hans Synt með þeim sem drukkna kom út á íslensku og hlaut afar góðar viðtökur. Í sjö hundruð ára gamalli stafkirkju í afskekktri sveit í Noregi hanga Systraklukkurnar og eru sagðar hringja þegar hætta steðjar að. Árið 1879 kemur nýr prestur til þjónustu í sókninni og kveikir von í brjósti hinnar nítján ára gömlu Astridar sem dreymir um betra líf. Presturinn gerir Astrid að bandamanni sínum til að koma á nútímalegri siðum og losa sveitina við gömlu stafkirkjuna, klukkurnar og hjátrúna sem þeim fylgir. En þegar ungur arkitekt birtist alla leið frá Þýskalandi til að hrinda áformum prestsins í framkvæmd breytist allt. Astrid virðist hafa örlög sveitarinnar í höndum sér og þarf að velja á milli prestsins og heillandi framtíðar í öðru landi. En þá hringja Systraklukkurnar …
© 2023 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979349754
© 2023 Mál og menning (Rafbók): 9789979349419
Þýðandi: Jón St. Kristjánsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 4 april 2023
Rafbók: 4 april 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland