Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Eiginkona – mamma – amma – langamma – systir – vinkona – barnakerling – vinnuþjarkur – ævintýramanneskja – Dísa – Munda – Mrs. Jack.
Þetta eru aðeins nokkur af þeim nöfnum sem fylgt hafa Vigdísi Jack á langri og fjölbreyttri ævi.
Vigdís fæddist í torfbæ og var alin upp við sjálfsþurftarbúskap þar sem trú á álfa og huldufólk þótti sjálfsögð. Bíl og rafmagnsljós sá hún fyrst níu ára gömul. Tuttugu og sjö ára naut hún þess í fyrsta sinn að búa við rennandi vatn úr krana og fyrsta ísskápinn fékk hún á heimili sitt þegar hún var um fertugt. Hún varð ung ráðskona hjá prestinum í Grímsey, séra Róberti Jack. Hann var ekkill og gekk Vigdís börnum hans í móðurstað. Rúmum áratug síðar voru börnin á heimilinu orðin tíu. Vigdís var prestsfrú í meira en þrjá áratugi, lengst af á Tjörn á Vatnsnesi en líka í Vesturheimi. Hlýja Vigdísar og festa settu svip sinn á stórt og fjölmennt heimili hennar. Þar var í mörg horn að líta og fáar frístundir gáfust en eftir að hún fór á eftirlaun hefur hún notið lífsins og ferðast víða um heim.
Einlæg og lifandi frásögn um viðburðaríka ævi á miklum breytingatímum. Í lífi Vigdísar Jack hafa sannarlega skipst á skin og skúrir, en upp úr stendur æðruleysi, umhyggja og ævintýraþrá einstakrar dugnaðarkonu.
© 2021 Storyside (Hljóðbók): 9789152152744
© 2021 Storyside (Rafbók): 9789180449892
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 mars 2021
Rafbók: 29 december 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland