Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Fyrir áratug hrundi heilsa sjónvarpsmannsins Sölva Tryggvasonar – bæði líkamlega og andlega. Eftir þrautagöngu milli lækna og annarra sérfræðinga, endalausar rannsóknir og lyfjameðferðir án þess að hann fengi bót meina sinna ákvað hann að taka málin í eigin hendur.
Síðan hefur Sölvi fetað allar mögulegar slóðir í leit að betri heilsu og auknum lífsgæðum. Á þeirri vegferð hefur hann gert nær endalausar tilraunir á sjálfum sér viðvíkjandi mataræði og hreyfingu, föstur, bætiefni, kuldaböð, hugleiðslu, öndunaræfingar, tengingu við náttúru og ótalmargt annað sem snýr að heilsu.
Bókin fjallar um leið Sölva til heilsu á ný, þær fjölbreytilegu tilraunir sem hann gerði á eigin skinni og niðurstöðurnar sem hann komst að. Þetta er persónuleg frásögn þar sem Sölvi leggur sjálfan sig á borðið og fjallar af fullkominni hreinskilni um líf sitt og leiðina til heilbrigðis. Um leið er bókin stútfull af praktískum upplýsingum og ráðum. Lesendur geta speglað sig í því sem Sölvi hefur reynt og aflað sér þekkingar á, mátað sig við það og fundið svo sína eigin leið í átt að betra og heilbrigðara lífi.
Þessi yfirgripsmikla bók á erindi við alla, jafnt þá sem glíma við einkenni lífsstílssjúkdóma og vilja snúa við blaðinu og hina sem ástunda heilbrigt líferni.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179239671
© 2021 Sögur útgáfa (Rafbók): 9789935310071
Útgáfudagur
Hljóðbók: 16 september 2019
Rafbók: 8 mars 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland