Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
1 of 4
Barnabækur
Hér segir frá ævintýraferð systkinanna Freyju og Frikka til Galapagoseyja með pöbbum sínum. Þar dvelja þau um borð í bátnum Drottningunni af Galapagos ásamt ferðalöngum frá öllum heimshornum, sigla í kringum eyjarnar og kynnast litskrúðugu dýralífinu. En brátt fara undarlegir atburðir að gerast og ljóst er að eitthvað gruggugt á sér stað um borð, eitthvað sem tengist sérstöku dýralífi eyjanna.
Freyja og Frikki finna dularfulla ferðatösku sem hverfur jafn harðan. Þau gera sér grein fyrir að það er ósvífinn þjófur um borð. Þeim er þó ekki trúað og því neyðast tvíburarnir til að leysa málin upp á eigin spýtur, án aðstoðar þeirra fullorðnu. Þá reynir virkilega á samheldni og samvinnu ungu spæjaranna. Frikki rekur atburðarrásina fyrir mömmu á Íslandi í dagbókinni sinni en Freyja hefur ekki eirð í sér til að skrifa og talar sínar hugsanir inn á lítið upptökutæki. Brátt fer myndin að skýrast en tekst þeim að koma upp um þjófinn í tæka tíð?
Ævintýri Freyju og Frikka: Drottningin af Galapagos er fyrsta sagan í nýjum bókaflokki eftir Felix Bergsson. Hér er á ferðinni sannkölluð ævintýraferð um framandi slóðir fyrir alla fjölskylduna. Felix er landskunnur fyrir barnaefni sitt, bæði fyrir sjónvarp og leikhús og sem annar helmingur í dúóinu Gunni og Felix. Hann sendi frá sér Ævintýrið um Augastein árið 2003.
© 2022 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180351805
© 2022 Storytel Original (Rafbók): 9789180354417
Útgáfudagur
Hljóðbók: 7 april 2022
Rafbók: 7 april 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland