Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Dag einn tók heimur alþjóðlega fræðimannsins Eiríks Bergmanns upp á því að lokast, veröldin fjötraðist í neti landamæratálmana og vegabréfa. Á sama tíma og hann var líka læstur inni í kófinu birtist skyndilega alvarlegur kvilli, severe tinnitus disorder. Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið.
Þessi bók er ferðasaga í mörgum skilningi. Um ferðalagið með Tínu, frá ótta til sáttar, lífsferðalag frá ungdómsárum til þroska. Svo eru hér líka frásagnir af eiginlegum ferðum, en starfs síns vegna hefur Eiríkur ferðast víða um heimskringluna og upplifað fleira en flestir fá að gera í sínum störfum. Bókin er líka saga um að brjótast út, komast hjá aðþrengingu þrúgandi þjóðernishafta, losna úr fjötrum kófsins og úr klóm afdankaðra aldurshugmynda. En þó einkum um að leyfa Tínu ekki að loka sig inni í hávaða höfuðsins heldur læra að ferðast með henni – því hverju ferðalagi fylgir einhver lærdómur.
Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur einnig verið gestaprófessor við ýmsa evrópska háskóla. Auk þess að vera þekktur álitsgjafi og rithöfundur á Íslandi hefur hann um árabil stundað rannsóknir á samsæriskenningum, popúlisma og þjóðernishyggju á alþjóðavettvangi. Bækur Eiríks hafa víða hlotið mikið lof og til þeirra verið vitnað sem lykilrita í fræðunum. Hér sýnir hann á sér nýja og mun persónulegri hlið.
© 2024 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935312495
© 2024 Sögur útgáfa (Rafbók): 9789935312648
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 oktober 2024
Rafbók: 31 oktober 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland