Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Þegar Misty var sex ára fór fjölskylda hennar að haga sér og klæða sig eins og Amish-fólkið. Móðir hennar og stjúpfaðir héldu Misty og systur hennar í þrældómi og ánauð í algjörri einangrun á fjallabúgarði. Þær voru misnotaðar kynferðislega og beittar yfirgengilegu ofbeldi.
Þegar Misty komst á unglingsár óttuðust foreldrar hennar að þær systur legðu á flótta. Þau fóru með þær í samfélag Amish-fólks. Þar voru þær ættleiddar, skírðar og teknar inn í söfnuðinn. Fáeinum árum síðar varð Misty fyrir kynferðisofbeldi af hálfu biskups safnaðarins.
Amish-fólk forðast lögreglu eins og heitan eldinn, þau reyna að koma á sáttum og taka á kynferðisbrotamálum innan safnaðarins. „Í Amish-söfnuðinum eru kynferðisbrotamenn bara hunsaðir í sex vikur, en sú refsing virðist aldrei hafa áhrif,“ rifjar Misty upp.
En Misty safnaði kjarki og skýrði frá athæfi biskupsins, hún var ákveðin í að vernda yngri meðlimi safnaðarins. Upp frá því augnabliki átti hún ekki annarra úrkosta en að yfirgefa söfnuðinn. Án gildra skilríkja eða kennitölu og aðeins með grunnskólamenntun að baki, þurfti hún að fóta sig í skrítnum heimi samtímans.
Í dag leggur Misty stund á meistaranám í hjúkrunarfræði og er virk sem aðgerðarsinni gegn misnotkun á börnum. Þetta er saga hennar.
© 2025 Lind & Co (Hljóðbók): 9789180512237
© 2025 Lind & Co (Rafbók): 9789180512244
Þýðandi: Nuanxed / Ragna Sigurðardóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 3 februari 2025
Rafbók: 10 februari 2025
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland