Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
„Fullkominn sumarlestur, beitt, sniðug og mjög svo skemmtileg!“ Viola Shipman, USA Today. Cecilia Lapthorne hafði ákveðið að hún myndi aldrei snúa aftur í Dune-bústaðinn. Hún kemur sjálfri sér því mest á óvart þegar hún stingur af þangað á sjötíu ára afmælisdaginn sinn. Staðurinn er afskekktur, en fallegur, og troðfullur af minningum. Sumar góðar, sérstaklega minningarnar um fyrstu árin með eiginmanni sínum, listamanninum Cameron Lapthorne, áður en frægð hans skyggði á hjónabandið. Dune-bústaðurinn hefur verið Lily griðarstaður, þó svo hún sé þar í óleyfi. Frá því hún hætti í læknanáminu hefur hún unnið fyrir sér með því að þrífa hús á Höfðanum. Samviskubitið yfir að hafa valdið foreldrum sínum vonbrigðum kæfir hana næstum en löngunin til að fylgja draumum sínum er yfirsterkari. Þegar Cecilia kemur óvænt í bústaðinn virtist hann fullkominn felustaður. Konurnar tvær eru báðar komnar þangað til að sleikja sárin og íhuga framtíðina. Þrátt fyrir vandræðalegt upphaf býður Cecilia Lily að vera um kyrrt og með þeim myndast vinátta. Svo mætir dóttursonur Ceciliu, Todd, í bústaðinn. Todd sem Lily hefur verið ástfanginn af í lengri tíma. Mun hann veita Lily innblásturinn sem hún þarf til að fylgja draumum síinum? Getur Cecilia sleppt takinu á fortíðinni og horft til nýrrar framtíðar? Hafa þær hugrekki til að skipta gömlum draumum út fyrir nýja?
© 2024 Björt bókaútgáfa (Hljóðbók): 9789935541758
© 2024 Björt bókaútgáfa (Rafbók): 9789935541765
Þýðandi: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassell
Útgáfudagur
Hljóðbók: 11 juni 2024
Rafbók: 11 juni 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland