Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.7
Leikrit og ljóð
Einleikurinn Eldklerkurinn, sem hér er nú kominn í hljóðbókaútgáfu, hlaut afburða viðtökur í sýningu Möguleikhússins fyrir nokkrum árum. Hér
Verkið fjallar um „eldklerkinn“ Jón Steingrímsson sem er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum sumarið 1783. Jón var prófastur Vestur-Skaftfellinga á árunum 1778-1791 og sjónarvottur að eldsumbrotunum og áhrifum þeirra. Frá honum eru komnar nákvæmustu lýsingarnar af Skaftáreldum sem varðveittar eru, en skarpskyggni Jóns endurspeglast víða í ritum hans og eru lýsingar á eldunum glöggt dæmi um það. Leikverkið byggir að mestu á skrifum Jóns, en um leið vekur það spurningar um hliðstæður við hamfarir af völdum manna og náttúru sem yfir þjóðina hafa dunið á síðustu árum.
„Afar vel heppnuð tilraun til að endursegja eitt af höfuðritum bókmenntanna og veita innsýn inn í eitt dramatískasta tímabil Íslandssögunnar.“ - Jón Viðar Jónsson
Höfundur og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir og tónlist og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson sem einnig stjórnaði upptöku.
Verkið er framleitt af Möguleikhúsinu
© 2020 Möguleikhúsið (Hljóðbók): 9789935183972
Útgáfudagur
Hljóðbók: 8 december 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland