Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.6
4 of 2
Glæpasögur
Jeppe Kørner er í leyfi á eyjunni Borgundarhólmi og Anette Werner er því einni falið að stýra rannsókninni á sundurlimuðu líki sem fannst í tösku grafinni í jörð á leikvelli í miðbænum. Rithöfundurinn Esther de Laurenti kemur við sögu og brátt kemur Jeppe líka til skjalanna og við tekur rannsókn á ískyggilegu leyndarmáli sem á rætur í fortíðinni og tengist Borgundarhólmi.
Eyja er fjórða bókin sem kemur út á íslensku í Kaupmannahafnarseríunni eftir Katrine Engberg um lögregluforingjana Jeppe Kørner og Anette Werner. Bækurnar hafa slegið í gegn og vermt efstu sæti vinsældalista víða um heim. Fyrri bækurnar þrjár eru Krókódíllinn, Fiðrildið og Voðaskot.
Eyja var tilnefnd til Mofibo-verðlaunanna sem glæpasaga ársins í Danmörku. „Nordic noir-meistaraverk.“ – Booklist „Þessi bók heltekur mann.“ – Publishers Weekly „Engberg skrifar af miklum krafti og lifandi stíls máti hennar nýtur sín í ljóðrænum lýs-ingum og lúmskum, stríðlyndum húmor ... Fáir eru henni fremri í að búa til flott plott.“ – Berlingske Tidende
© 2025 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935330451
Þýðandi: Friðrika Benónýsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 7 april 2025
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland