Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.5
Skáldsögur
„Reisti hjólið við og þeysti af stað, stund frelsisins lokið og kæmi ef til vill ekki aftur. Ekki aftur sól, jörð og samhljómur við hana. Gola straukst við vangann. Hann var á leið til endurtekningarinnar, til þess sem hann var bundinn af og varð að gera á hverjum degi. Var á leiðinni heim. Framundan helber óvissan.“
Magni býr sig undir að skrifa skáldsögu út frá efni sem fannst á rykföllnum segulbandsspólum uppi á háalofti. Þetta eru sögur af fólkinu hans: heildsalasyninum sem fékk ástríðu fyrir hjólreiðum, móður hans sem stýrði öllu með harðri hendi, ungu konunni sem fór út í lönd til að finna ástina og öllum hinum. En heimurinn hættir ekki að snúast þótt Magni sé með höfuðið í fortíðinni. Enn er ást. Enn er líf.
Álfrún Gunnlaugsdóttir segir hér sögu fimm kynslóða og sýnir á áhrifaríkan hátt hvernig ákvarðanir jafnt sem tilviljanir lita samskipti hjóna og sambönd foreldra og barna. Álfrún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skrif sín. Fórnarleikar er sjöunda skáldsaga hennar.
Sagnaheimur Álfrúnar er umfangsmikill og víður, sögur hennar eru evrópskar í besta skilningi þess orðs. Álfrún nýtir sér á skapandi hátt þekkingu sína á ólíkum bókmenntaformum og krefst mikils af lesendum sínum. En verkin launa líka vel góðum lesanda.
© 2021 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979344292
© 2021 Mál og menning (Rafbók): 9789979337294
Útgáfudagur
Hljóðbók: 8 december 2021
Rafbók: 7 december 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland