Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4
1 of 3
Skáldsögur
Þannig kveður Olli Spánarfari Unni fögru áður en hann heldur af stað í borgarstyrjöldina á Spáni ásamt vini sínum, risanum Ragnari. Fjölskylda Ragnars er í forgrunni þessar mögnuðu sögu um líf og örlög Íslendinga sem vaxa úr grasi á fyrstu áratugum aldarinnar. Hér er lýst fjölda minnistæðra og litríkra persóna; Haraldi tómthúsmanni, afa Ragnars, foreldrum hans Óla ragara og Guðnýju sem gerist dyggur liðsmaður Hvítasunnusafnaðarins, stórum systkinahópi og lagsbræðrum Ragnars í kommúnisma og Grími boxara. Þetta er saga stoltra einstaklinga sem verður um leið þjóðarsaga. Einar már hefur sjaldgæf tök á efni sínu, byggir á heimildum og hugarflugi, sameinar raunsæja þjóðlífslýsingu og ljóðrænar stemningar og kryddar með snjöllum tilsvörum og góðum húmor. Sagan Fótspor á himnum hlaut frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda þegar hún kom út árið 1997 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þetta er fyrsta skáldsaga Einars Más eftir Engla alheimsins sem færði höfundi sínum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og hefur síðan farið sigurför um heiminn.
© 2019 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789179234331
© 2020 Forlagið (Rafbók): 9789979336716
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 september 2019
Rafbók: 28 augusti 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland