Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
Skáldsögur
Árið 1000 heillast Þorkatla og Helgi hvort af öðru og þrá ekkert fremur en að ganga í hjónaband. Faðir Kötlu er valdamikill og skapstór höfðingi sem meinar þeim að eiga í samskiptum. Þrályndi elskendanna, mótlætið í þjóðfélaginu og bráðlyndi Helga reyna á ástarsamband þeirra svo árum skiptir.
Skáldsagan Girndarráð byggist á Skáldhelgarímum sem voru ortar eftir týndri sögu af Skáld-Helga. Rímurnar finnast í fornritum og voru samdar á 14. eða 15. öld. Skáldsagan litast af hugarfari Íslendinga á 11. öld, þar sem Ásatrú, galdrar, kristni og ástarmál stönguðust gjarnan á. Inn í skáldsöguna fléttast frásagnir af merkismönnum sem voru samtíðarmenn Skáld-Helga samkvæmt Íslendingasögum.
Girndarráð er umsvifamikil og spennandi ástarsaga sem tekur lesandann um vesturhluta Íslands, til Noregs, suður til Rómar og til Grænlands. Hér birtist hún í glæsilegum lestri Birgittu Birgisdóttur.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180624619
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 september 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland