Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
„Klukka einhverrar kirkju í Kaupmannahöfn sló tímanum nokkur högg og maðurinn, sem lá á garðbekknum, vaknaði án þess að opna augun. Honum fannst varla taka því að byrja aftur að lifa nýjan dag en vissi svo sem að ekkert gæti breytt degi í eilífa nótt nema þá dauðinn.“
Pálmi Benediktsson frá Húsavík fór í menntaskóla og ætlaði að verða tæknifræðingur eða jafnvel prestur en það átti öðruvísi að fara. Guðinn Bakkus slóst í för með honum og saman gengu þeir svo snúðugt um gleðinnar dyr að afskekktur bekkur í garði í Kaupmannahöfn varð að lokum eina athvarfið. Þetta er saga Íslendings sem sökk til botns í áfengisdrykkju og eiturlyfjaneyslu. Hann gerði þeim mein sem elskuðu hann, braut allar brýr að baki sér og lenti í ótrúlegustu þrengingum, en braust úr viðjum með góðra manna hjálp og hefur eftir það liðsinnt mörgum í svipuðum aðstæðum.
Þetta er mögnuð frásögn manns sem villtist út að ystu landamærum lífsins en rataði aftur til manna, saga niðurlægingar og dimmra örlaga en einnig birtu, vongleði og sigra.
Jónas Jónasson, hinn ástsæli útvarpsmaður færði hér í letur sögu Pálma Benediktssonar, án vorkunnsemi, en af hlýju, nærfærni og skilningi.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179234256
Útgáfudagur
Hljóðbók: 3 september 2019
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland