Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
Skáldsögur
Grunur er mögnuð og taugatrekkjandi skáldsaga um martröð hverrar móður – að geta ekki elskað barnið sitt. Og um líðan konu sem enginn trúir.
Þegar Blythe eignast dóttur er hún staðráðin í að veita henni alla þá ást og hlýju sem hún fór sjálf á mis við í bernsku. En í þreytuþokunni fyrstu mánuðina eftir fæðinguna sannfærist hún um að eitthvað sé afbrigðilegt við hegðun Violet litlu – hún sé ekki eins og önnur börn.
Eða er það hún sjálf sem eitthvað er að? Manninum hennar finnst hún vera ímyndunarveik og með tímanum fer hún að efast æ meira um dómgreind sína og geðheilsu. Er ættgengt að vera óhæf móðir?
Þegar annað barn fæðist líður henni þó öðruvísi og ástin kviknar strax. En óöryggið gagnvart Violet hverfur ekki; Blythe er alltaf á nálum um að eitthvað hræðilegt gerist. Daginn sem það gerist verður óbærilegur grunur að ískaldri vissu.
Þessi fyrsta bók kanadíska rithöfundarins Ashley Audrain kom út í ársbyrjun 2021, sló strax í gegn og komst á fjölda metsölulista. Ragna Sigurðardóttir þýðir. Hér í lestri Birgittu Birgisdóttur.
© 2024 JPV (Hljóðbók): 9789935295897
Þýðandi: Ragna Sigurðardóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 22 november 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland