Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Gula húsið er heildstætt safn sagna eftir Gyrði Elíasson. Gyrðir hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagna og skáldsagna, sem vakið hafa mikla athygli, hér á landi sem erlendis. Gyrðir hefur margoft verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1989. Gyrðir Elíasson hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness árið 2000 fyrir Gula húsið, sem valið var úr fjölda innsendra handrita. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Gula húsið er safn fjölbreyttra og einkar vel skrifaðra smásagna. Í sumum sagnanna renna saman draumur og veruleiki með áhrifamiklum hætti þannig að allt virðist mögulegt og í öðrum vinnur höfundur eftirminnilega úr íslenskri þjóðtrú. Á stundum vekja smásögurnar óhugnað með lesandanum, meðan aðrar einkennast af lágstemmdri kímni. Allar bera sögurnar vott um mikla stílgáfu höfundarins og mynda magnaða og töfrum slungna heild.“
© 2019 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935221872
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 mars 2019
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland